Kristjana Steingríms setti saman þessa dásamlegu próteinríku tiramisu uppskrift – sem að er bæði ljúffeng á bragðið og falleg í framsetningu. 

 

Hráefni (2 skammtar)

  • 1 bolli (240ml) grófir hafrar/ haframjöl
  • 4 msk chiafræ
  • 2 msk Feel Iceland kollagen duft
  • 2 msk kakóduft
  • 3 msk hunang eða hlynsýróp 1 bolli (240 ml) jurtamjólk eða mjólk sem þú vilt
  • ½ bolli (120 ml) sterkt espresso kaffi( má vera koffínlaust)
  • 1 tsk vanilla
  • Smá salt

Toppurinn

  • 1 bolli (240ml) grísk jógúrt
  • 2 msk Feel Iceland kollagen duft
  • 3 msk hunang/hlynsíróp
  • Sletta af vanillu
  • Kakóduft til að dusta ofan á

Leiðbeiningar:

  • Setjið hafra, chiafræ, kakóduft, salt, vanillu, sætu, mjólk og kaffi í skál og hrærið vel og lokið skálinni
  • Látið standa í ísskápnum yfir nótt
  • Fyrir toppinn; blandið saman öllu hráefninu, hrærið vel og setjið ofan á.
  • Takið 2 falleg glös setjið jafnvel smá granola í botninn
  • því næst kaffi/tiramisubuðinginn / toppið með vanillu “sósunni og sigtið í lokinn smá kakódufti ofaná

Njótið 🤍

Look and feel your natural best

Thank you for signing up!