Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur segir móður sína hafa komið sér á bragðið, þegar hún gaf henni dós af Feel Iceland kollageni. „Ég setti hana reyndar rakleiðis upp í eldhússkáp og gleymdi henni þar í góðan tíma. Nokkrum vikum síðar var ég að taka til, rakst þá á dósina og ákvað að prófa að taka inn kollagenið áður en ég henti því í tunnuna eða gæfi það næsta manni. Ég hringdi í mömmu, sem er sjaldnast að flækja hlutina, og spurði hana hvernig hún tæki þetta inn og fékk upplýsingar um að hún blandaði því í vatn og skutlaði því í sig eins og skoti. Ég gerði það líka fyrstu dagana og fann strax mun á meltingunni og liðunum“