Hér er léttur og bragðgóður berjasmoothie, stútfullur af næringu og andoxunarefnum á sama tíma. Hann inniheldur einungis ber sem eru með lágum sykurstuðli og því er hefur hann lítil áhrif á blóðsykurinn miðað við marga aðra smoothie-a. Einnig er hann fullur af hágæða próteinum og fitu.
- 1 dl frosin hindber
- 1 dl frosin bláber
- 1 1/2 dl frosin jarðaber
- 2 skeiðar Feel Iceland kollagen
- 1 msk hampfræ
- 1/2 msk hörfræ
- 1/2 msk graskersfræ
- 1/2 msk hnetusmjör
- Vatn (láta fljóta yfir berin)
Aðferð
Setjið allt saman í blandara með vatni, setjið eins lítið af vatni og þið komist upp með, ég læt vatnið bara rétt ná yfir berin í blandaranum. Maukið þar til orðið að drykk.