Pönnukökurnar eru trefjaríkar, með hollri fitu úr sólblómafræum, próteinríkar og með töfraefninu kollagen frá Feel Iceland, segir María Gomez hjá Paz, en María segist nota kollagenduftið í nánast hvað sem er, heita drykki, bakstur, súpur og sitt allra mesta uppáhald, þessar pönnukökur sem hún tekur gjarnan með sér í nesti.
Gerir 4 pönnukökur
- 1/2 dl fínt hveiti eða spelt
- 1/2 dl heilhveiti eða gróft spelt
- 1/2 tsk. vínsteinslyftiduft
- 1/2 tsk. fínt borðsalt
- 1/2 dl haframjöl (ekki tröllahafrar)
- 2 mæliskeiðar kollagenduft frá Feel Iceland
- 1-2 msk. sólblómafræ (ekki sleppa það gerir svooo gott)
- 2 msk. rúsínur
- 1/2 dl eggjahvítur
- 1/2 dl haframjólk
- 1 tsk. vanilludropar
- 1-2 msk. ólífuolía
Aðferð
- Takið skál og skeið.
- Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið saman með skeiðinni.
- Setjið næst eggjahvítur, haframjólk, vanilludropa og olíu saman við þurrefnin.
- Hrærið vel saman með skeið og látið standa rétt á meðan pannan er hituð upp á hæsta hita.
- Úðið pönnuna með matarolíuúða og lækkið hitann um helming.
- Setjið deigið í fjórum skömmtum á pönnuna og þegar loftbólur myndast ofan á er kominn tími til að snúa pönnukökunum við.
- Bakið þar til þær verða ljósbrúnar, þannig eru þær bestar. Smyrjið svo glóðvolgar með smjöri og osti.