Hér er frábær drykkur til að fá sér sem skot á morgnanna. Hægt er að setja 1 – 2 tsk túrmerikduft og 1/4 tsk svartan pipar út í og þá verður þetta skot ennþá meira bólgueyðandi
Hráefni:
Safi úr 2 sítrónum
Væn fersk engiferrót, ca 8 cm, þrifin
1 líter vatn
2 – 3 msk hunang eða hlynsýróp
2 – 3 msk Feel Iceland kollagenduft
Aðferð:
Allt sett í góðan blandara og blandað þar til þetta er vel blandað saman.
Sumir velja að sía hratið frá og hella þannig í flösku. (Mæli þá með að setja hratið í klakabox og frysta og nota í shake-a og te)
Geymist í viku í ísskáp.