Ásta Kristjánsdóttir, grunnskólakennari í Hofsstaðaskóla í Garðabæ, er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, þar sem hún æfði handbolta og badminton. Þegar hún var tvítug greindist hún hins vegar með slæma liðagigt sem varð til þess að hún þurfti að hætta að æfa íþróttir. Með inntöku á kollageninu frá Feel Iceland hefur stirðleiki í liðum hennar minnkað til muna, sem gerir henni kleift að hreyfa sig mun meira en áður. Ásta hefur líka fundið fyrir jákvæðum breytingum á meltingu, hári og nöglum.
„Liðagigtin byrjaði kröftuglega í flestum liðum líkamans og ég átti erfitt með einföldustu hreyfingar og flestar daglegar athafnir. Ég átti ég erfitt með að trúa því að ég, tvítug, verandi á fullu í handbolta, væri með liðagigt. Liðagigtin lýsir sér á þann hátt að hún vill ráða, þú veist í raun sjaldnast hvað næsti dagur ber í skauti sér varðandi heilsuna,“ segir Ásta. „Ég bólgna auðveldlega upp á hinum ýmsu stöðum og stundum er ég hölt fram undir hádegi en svo lagast stirðleikinn oft þegar líður á daginn. Gigtin mín er líka mjög orkufrek, en ég er einnig með vefjagigt og hún tekur sinn toll.“
„Liðagigtin hefur haft mjög mikil áhrif á líf mitt, ég þráaðist við í nokkurn tíma að æfa handbolta eftir að ég greindist en það gekk ekki, þrátt fyrir að prófa hin ýmsu lyf,“ segir Ásta. „Ég sneri mér því að því að þjálfa handbolta hjá Stjörnunni, liðinu sem ég var að spila hjá þegar ég greindist, og gerði það í fimmtán ár.
Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum, hreyfingu og heilsusamlegu líferni og enn frekar þegar ég þarf að hafa fyrir því að hafa heilsuna í lagi. Þrátt fyrir að hafa hætt keppnisíþróttum þá hef ég alltaf verið dugleg að hreyfa mig eins og aðstæður leyfa hverju sinni,“ segir Ásta. „Núna syndi ég, geng og fer í „power Pilates“ þegar heilsan leyfir.
Ég hef farið í þó nokkrar aðgerðir á útlimum til þess að stemma stigu við hinum ýmsu fylgikvillum liðagigtarinnar. En ég hef líka lært mjög mikið á þessu, eins og að góð heilsa sé ekki sjálfsögð og maður þarf að vinna í henni sjálfur þrátt fyrir sjúkdóma,“ segir Ásta. „Ég hef líka verið heppin með fagfólk sem hefur hjálpað mér, eins og gigtarlækna og sjúkraþjálfara og ég er afar þakklát fyrir það. Ég hef einmitt fengið að heyra það frá þeim að ef ég væri ekki svona dugleg að gera allt sem ég er að gera og hugsa svona vel um mig þá væri ég mun verr á mig komin.“
„Við fjölskyldan höfum verið samstíga í öllu íþróttatengdu og hef ég verið í flestum nefndum og foreldraráðum í kringum handbolta- og fótboltaiðkun dætra minna, ásamt því að sinna ýmsum stjórnarstörfum innan Stjörnunnar,“ segir Ásta. „Það er ótrúlega gefandi og jákvætt að getu stutt við börnin sín á hliðarlínunni og svo kynnist maður svo mörgu frábæru fólki í kringum íþróttirnar.
Í starfi mínu hef ég fengið tækifæri til þess að kenna meðal annars slökun og hugleiðslu, leiðtogaþjálfun og ýmislegt annað sem tengist líkamlegri og andlegri heilsu og skiptir miklu máli, en að mínu mati ætti að vera boðið upp á slökun í öllum skólum,“ segir Ásta. „Ég er einnig jóga nidra kennari ásamt því að hafa lagt stund á krakkajógakennaranám. Það hefur verið frábært að sjá börnin í skólanum vaxa og dafna í þessari vinnu og upplifa hvað þau hafa náð góðum tökum á slökun og hugleiðslu. Einnig er ég þjálfari hjá KVAN þar sem ég hef meðal annars kynnt mínar aðferðir í kennslu í leiðtogaþjálfun og miðlað til annars fagfólks.“
„Ég kynntist kollageninu frá Feel Iceland í gegnum hana Helgu Lind, Pilates-kennarann minn. Hún mælti með að ég myndi prófa það til að sjá hvort það hefði áhrif samhliða lyfjum og öðrum meðferðum,“ segir Ásta. „Ég er alltaf bjartsýn á að fá bætta heilsu og fannst áhugavert að prófa, því ég hef leitað margra leiða til þess að fá betri heilsu.
Ég set kollagen-duftið út í kaffið á morgnana og tek svo ráðlagðan dagskammt af Joint Rewind-hylkjunum. Eftir að hafa tekið kollagenið í tvo mánuði fór ég að finna mun. Ekki eingöngu í liðunum, heldur einnig á meltingunni, hári og nöglum,“ útskýrir Ásta. „Með því að taka inn Feel Iceland kollagenið reglulega hefur stirðleiki minnkað til muna, sem veldur því að ég get hreyft mig meira.
Mesta muninn finn ég samt þegar ég hætti að taka það inn. Þá kemur yfirleitt fljótt í ljós hvaða áhrif þetta hefur á mann,“ segir Ásta. „Kollagenið er því orðið hluti af minni morgunrútínu og er einn af fjölmörgum þáttum sem ýta undir bætta heilsu.“