Hér höfum við æðislega góðan smoothie frá Lindu Ben sem inniheldur helling af ofurfæðu sem styrkir húðina okkar. Bláber og jarðaber eru full af c-vítamínum og andoxunarefnum, banani er ríkur af góðum steinefnum, graskersfræ eru rík af zinki sem er gott fyrir húðina, hörfæin eru rík af omega 3 sem nærir húðina að innan, hnetusmjörið gefur góða fitu og hafranir eru ríkir af lífsnauðsynlegum vítamínum. Síðast en ekki síst inniheldur þessi smoothie Feel Iceland kollagenið okkar.
- 1 ½ dl frosin bláber
- 1 ½ dl frosin jarðaber
- 1 banani
- 3 msk hafrar
- ½ msk graskersfræ
- ½ msk hörfræ
- 1 msk hnetusmjör
- 2 skeiðar Feel Iceland kollagen
- 400 ml vatn
Aðferð:
Setjið öll innihaldsefnin í blandara þar orðið að drykk.