María Krista Hreiðarsdóttir aðhyllist lágkolvetnamataræði sem gjörbreytti lífi hennar og heilsufari. Hún hefur tekið inn Feel Iceland kollagen um nokkurt skeið með frábærum árangri. Hér deilir hún uppskrift af dásamlegum, léttum og góðum Chia-búðing sem er tilvalinn á morgnanna, í hádeginu og eftir kvöldmat.
Chia-búðingur, grunnur fyrir fjóra skammta:
- 40g Sukrin Melis
- 500 ml ósæt möndlumjólk
- 70g chia fræ
- 1 msk. kakóduft frá Nóa Síríus
- 4 mæliskeiðar Feel Iceland kollagen
Blandið öllu saman í skál og pískið vel saman í nokkrar mínútur. Látið blönduna standa í lokuðu íláti í ískáp í sólarhring. Hrærið upp í grautnum daginn eftir og deilið í skálar. Æðislegt borið fram með ristuðum kókosflögum, rjómaslettu og jarðaberjum.