Hver er Jana?
” Ég heiti Kristjana Steingrímsdóttir en alltaf kölluð Jana, ég hef brennandi áhuga á öllu sem tengist heilsu og heilsusamlegu líferni. Hvort sem það er útivera, andleg og líkamleg heilsa, hreyfing eða næring og matseld sem mér finnst extra skemmtilegt og ég elska að gera hollan og næringarríkan mat. Ég var meðeigandi í heilsustaðnum Happ í Luxembourg og þar vann ég sem heilsukokkur í um 12 ár. Ásamt því að vera heilsu kokkur er ég jóga kennari og heilsumarkþjálfi frá IIN (Institute for Integrative Nutrition í New York). Þessi skóli er mjög virtur á sínu sviði og byggir á þeirri hugmyndafræði að allar manneskjur eru einstakar og raun ekkert eitt sem virkar fyrir alla. ”
Hvað er það sem gerir uppskriftirnar þínar hollar og einstakar?
” Ég sýni mjög mikið frá uppskriftum og hugmyndum sem ég er að gera og allar mínar uppskriftir eiga það sameiginlegt að vera með hollu og góðu hráefni, fallegar og vel samansettar af næringarefnum. Ég nota mjög mikið grænmeti, ávexti, fræ, salat, sprettur, hnetur, góðar olíur í mína matargerð og ekki unninn mat. Ég er mikið fyrir einfalda martargerð og er ekki mikið fyrir að flækja hlutina mikið í eldhúsinu og elska að leika mér með brögð og áferðir, blanda saman allskonar óhefðbundnu eins í salötum. Ég vil að sem flestir prófi sig áfram og finni sínar uppáhalds uppskriftir til að grípa í.”
Notar þú Feel Iceland kollagen í uppskriftirnar þínar og hvernig?
” Ég hef notað kollagen frá Feel Iceland í mörg ár og elska að prófa mig fram að nota það í allskyns uppskriftir. Því að collagenið frá Feel Iceland leysist mjög auðveldlega upp í bæði heitu og köldu og ég set það jafnt í það sem ég baka, hráfæðisnammi, súpur, salat dressingar og smoothiesa svo eitthvað sé nefnt en bokstaflega allt! “
Hver er þín reynsla af því að nota Feel Iceland kollagen?
” Ég hef heyrt svo mikið um fólki í kringum mig sem upplifir mjög mikla heilsubót eftir að það fór að taka inn kollagen frá Feel Iceland eins og grynnri hrukkur, meiri raka og mýkri húð, sterkari neglur og aukinn hárvöxt einnig hef ég heyrt um fólk sem finnur mikinn mun í liðum og endurheimt eftir aðgerðir og eftir erfiðar æfingar.
Ég upplifi mikinn hárvöxt og sterkari neglur. Einnig finnst mér meltingin betri og ég er glöð að fá auka gæða prótein inn í daginn minn.”
Hér eru nokkrar uppskriftir frá Kristjönu