Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og hráfæðiskokkur hefur hjálpað fjöldamörgum með mataræði sitt og hafa námskeiðin hennar notið mikilla vinsælda.
Júlía deilir hér með okkur uppáhalds morgunverðinum sínum sem er kókosjógúrt með mangó, granóla og ferskri myntu. Það að auki notar Júlía alltaf kollagen sem hún segir að sé algjör nauðsyn.
„Eftir 25 ára aldurinn minnkar náttúruleg framleiðsla líkamans á kollageni um 1% á ári en kollagen er eitt af þeim efnasamböndum sem eru húðinni mikilvægust. Með því að taka inn kollagenduft erum við að örva aðra framleiðslu líkamans á próteini sem hjálpar til við að viðhalda uppbyggingu vefja líkamans. Kollagenið er því talið hjálpa við að hægja á öldrun húðar, styðja við meltingu, hjálpa liðum ásamt því að hafa jákvæð áhrif á hárvöxt,“ segir Júlía en hún segist dugleg að setja það út í allskonar mat.