Laufey hefur verið búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá árinu 1999. Hún fór til Bandaríkjanna til þess að klára löggilta næringarráðgjöf sem gaf henni réttindi til að vinna bæði á sjúkrahúsum og í einstaklingsráðgjöf.
„Allt frá útskrift hef ég unnið á Kaiser sjúkrahúsinu og hjá DaVita sem er nýrnahreinsistöð. Þar hef ég oft fengið mjög sorgleg tilfelli sem við í teyminu erum sannfærð um að hefði verið hægt að komast hjá ef viðkomandi hefði borðað hollan og góðan mat og hreyft sig daglega,“ segir Laufey sem segir algengt að næringarfræðingar vinni með læknum á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum.
„Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum verða löggiltir næringarfræðingar að vinna á þessum stofnunum. Við vinnum mjög náið með læknum og sjáum alveg um allt sem viðkemur næringu. Læknar treysta alfarið á okkur þegar kemur að fæðuvali meðan á spítalavist stendur, við stjórnum fæðubótarefnum og eins sjáum við um alla næringarfræðslu þar sem komið er inn á hvernig fólk getur best hagað matarvenjum þegar heim er komið. Eins sjáum við um næringu í æð, og næringu í gegnum rör. Meirihluti sjúklinga sem eru lagðir inn á spítala fer á svokallað „therapeutic diet“ eða lækningamataræði, þetta sjáum við alveg um og læknar leita mikið til okkar um ráðgjöf fyrir sjúklinga sem við þurfum að ganga frá innan sólarhrings. Við fáum einnig oft símtöl frá læknum varðandi ráð um næringu.
Mælið þið oft með fæðubótarefnum fyrir sjúklingana?
„Já, mjög oft! Það er mikið um sjúklinga sem þurfa á fæðubótarefnum að halda vegna vannæringar eða annarra vandamála. Við notum fæðubótarefni daglega hvort sem um er að ræða prótein- og/eða orkudrykki eða í einhverskonar öðru formi.“
Hvernig er að starfa sem næringarfræðingur í Kaliforníu?
„Það er alveg frábært að vera næringarfræðingur hérna því það þurfa margir á okkur að halda og margir sem vilja vinna með okkur. Í Kaliforníu vilja flestir vera flottir og fáir tilbúnir að bjóða Elli kerlingu heim. Eg hef tekið eftir gríðarlega mikilli ásókn í kollagen og önnur próteinduft. Kollagen-neysla hefur aukist til muna, ekki bara hjá þeim sem vilja viðhalda styrkleika húðarinnar heldur líka hjá fólki sem finnur til í liðum og eins hjá fólki á keto- og lágkolvetnamataræði því það er auðveld leið til að bæta próteinneysluna.
Við erum farin að notast við kollagen í auknum mæli á sjúkrahúsinu og ég hef sérstaklega notað það fyrir einstaklinga með liðagigt eða fólk með verki í liðum út frá íþróttameiðslum.“
Af hverju er kollagenið svona vinsælt?
„Kollagenið er mjög vinsælt fæðubótarefni því það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og því mikilvægt að viðhalda því. Kollagenið er að finna til dæmis í húð, liðum, vöðvum, hári, bandvefjum og beinum. Eftir því sem við verðum eldri þá fer framleiðslan minnkandi og við verðum til dæmis vör við slappleika í húðinni og verki í liðum. Húðin þynnist einnig með aldrinum og þá koma í ljós hrukkur og appelsínuhúð, sem er að sjálfsögðu bara glæsilegt og mikilvægt að gleyma því ekki í allri þessari umræðu, en sumir eru því ósammála og gott að virða það líka. Neysla kollagens hefur aukist til muna í dag hjá fólki sem vill viðhalda styrkleika húðarinnar og eins hjá fólki sem finnur til í liðum, sem hefur að sjálfsögðu ekkert með útlitsdýrkun að gera heldur til að geta liðið vel almennt og til að geta sinnt daglegu amstri án verkja. Kollagenduft er líka vinsælt því það er auðvelt að blanda því út í heita og kalda drykki og er lyktar- og bragðlaust.“
Tekur þú inn fæðubótarefni?
„Ég tek alltaf lýsi þótt ég hafi ekki vanist bragðinu. Ég hef tekið lýsi frá því ég var ómálga barn og komst aldrei upp með annað. Í dag er þetta góð venja sem er foreldrum mínum að þakka og ég get ekki verið án þess.
Ég tek daglega inn Amino Marine Collagen frá Feel Iceland og fann fljótlega mun á húð og liðum. Ég vel þessa vöru því ég set allt mitt traust á íslenska fiskinn og fiskafurðir okkar, sérstaklega þegar ég sé hvað er oft notað í aðrar vörur. Það er mjög handhægt að blanda duftinu í drykki og það er alveg hreint kollagen. Ég tek líka inn alhliða vítamín daglega til að hressa upp á vítamínprófílinn minn. Þrátt fyrir að borða daglega ávexti og grænmeti þá á ég til að borða minna af þeim suma daga og tel því þörf á að taka alhliða vítamín.“
Nánari upplýsingar um Amino Marine Collagen frá Feel Iceland eru hér.