Hér eru það prótín og kollagen sem leika lykilhlutverk en grauturinn er eiginlega meira eins og eftirréttur á bragðið þar sem hann er svakalega bragðgóður. Það er Linda Ben sem á heiðurinn af þessari snilld eins og henni einni er lagið.
Prótínríkur chiagrautur með berjum
- 1 1/2 msk. chiafræ
- 1 msk. hafrar
- 10 möndlur
- 1 dl vatn
- 2 skeiðar Feel Iceland kollagen
- 1/8 tsk. vanilluduft (má sleppa)
- 2 msk. grískt jógúrt
- 1/2 banani
- ber (fersk eða frosin)
- 1/2 msk. kakónibbur
- kanill
- kókosflögur (má sleppa)
Aðferð:
- Setjið chiafræ og hafra í skál.
- Setjið möndlur og vatn í blandara og blandið þar til möndlumjólk hefur myndast (það er í góðu lagi að allar möndlurnar hakkist ekki alveg og smá bitar séu í mjólkinni). Hellið möndlumjólkinni í skál, hrærið og leyfið grautnum að taka sig í um það bil 15 mínútur eða þar til hann er orðinn þykkur.
- Bætið kollageni út í og hrærið.
- Bætið vanilludufti út í og hrærið.
- Bætið grískri jógúrt út á skálina ásamt bananasneiðum, berjum, kakónibbum og örlitlu af kanil.