Húðin er stöðugt að endurnýja sig og byrjar ferlið í neðstu lögum húðarinnar þar sem frumur margfaldast og færast svo á yfirborðið. Ensím sem kallast Trypsin er fjarlægt úr þorskinum og notað í OMC! serumið. Trypsin eru ensím sem líkaminn framleiðir sjálfur og spilar stórt hlutverk í endurnýjunarferli húðarinnar með því að fjarlægja dauðar frumur í efsta húðlagi og í kjölfarið örva endurnýjun húðarinnar. Þegar þorskensímin komast í snertingu við líkamshita verða þau mjög virk, þar sem þau eru hitanæm. Með því að bera þau á húðina hjálpa þau til við endurnýjun með því að brjóta niður eldri húðfrumur sem eykur teygjanleika og stuðlar að sléttari húð.