Feel Iceland er nýsköpunarfyrirtæki, stofnað af tveimur íslenskum konum sem að vildu nýta
sjávarafurðir sem féllu til, í hágæða kollagenvörur. Við sérhæfum okkur í hreinum og áhrifaríkum
kollagen fæðubótaefnum, unnum úr íslensku fiskroði. Eftirfarandi skilmálar eiga við um vefverslun
Feel Iceland.
Verð
Verð í vefversluninni er gefið upp íslenskum krónum. Verð getur breyst án fyrirvara.
Afhending
Hægt er að velja á milli tveggja leiða.
- Fá vöruna afhenda í gegnum Dropp (sjá afhendingarstaði Dropp).
- Fá vöruna afhenta í gegnum Flytjanda (sjá afhendingarstaði Flytjanda).
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er enginn innanlands, en gæti þó breyst án fyrirvara.
Greiðslur
Vefverslunin tekur á móti kortagreiðslum sem fara fram í gegnum greiðslulausn hjá Valitor.
Afhendingartími
Þegar viðskiptavinur hefur gengið frá pöntun með netgreiðslu berst honum staðfestingarpóstur um
að kaup hafi farið fram. Í framhaldinu er gengið frá vörunni/vörunum til afhendingar og komið áfram
til sendingaraðila. Ef pöntun berst fyrir hádegi, þá fer hún samdægurs til sendingaraðila, annars er
það næsta virka dag eftir að kaupin fara fram. Hafi sending ekki borist á viðtökustað innan þess tíma,
sem sendingaraðilar tiltaka á síðum sínum, er viðskiptavinum bent á að hafa samband með
tölvupósti á hey@feeliceland.com
Gölluð sending
Ef varan reynist gölluð við viðtöku og gallinn er sannanlega á ábyrgð seljanda fæst varan að
sjálfsögðu endurbætt á kostnað seljanda. Viðskiptavinum er þá bent á að hafa samband með
tölvupósti á hey@feeliceland.com
Skilafrestur
- Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með.
- Skilafrestur eru 30 dagar eftir að varan berst til kaupanda.
- Varan fæst að fullu endurgreitt reynist hún óskemmd og óopnuð þegar hún berst til seljanda.
Persónuvernd
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum
við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá
send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf, t.d.
póstfang.