Döðlur fylltar með kollagenhrærðu hnetusmjöri eru frábærar sem millimál þegar sætindaþörfin gerir vart við sig. Mikilvægt er að nota ferskar döðlur og við erum hrifnastar af Medjool döðlunum (fást m.a. í Costco). Best er að geyma þær í frysti eftir að þær hafi verið fylltar með kollagenhrærða hnetusmjörinu.
Þetta er súper einfalt og gott, þar sem náttúruleg sæta frá döðlunum sameinast hollri fitu úr hnetusmjörinu, einnig stútfullt af magnesíum og kollageni. Tvær döðlur innihalda rúmlega 130 ckal.
- Medjool döðlur (ferskar)
- Whole Earth hnetusmjör (má einnig nota möndlusmjör)
- 2 matskeiðar Feel Iceland Amino Marine kollagen (hrært saman við hnetusmjörið)