Elísa Viðarsdóttir er matvæla- og næringarfræðingur að mennt og starfar sem þróunar-og fræðslustjóri hjá Feel Iceland. Elísa er einnig landsliðskona í knattspyrnu og fyrirliði Íslandsmeistara Vals árin 2021, 2022 og 2023.
Hún hefur undanfarin tvö ár tekið inn kollagenið frá Feel Iceland og mælir heilshugar með því sem bætiefni samhliða hollu og næringarríku mataræði.
„Feel Iceland kollagen er góð fæðuviðbót og forvarnargildi kollagens er mikið. Það virðist vera fast í okkar kúltúr að hlaupa fyrst á vegg áður en farið er að huga að næringunni sem við setjum ofan í okkur. Skaðinn þarf að vera skeður til að við förum að huga betur að líkamanum. Þess vegna mæli ég eindregið með kollageni til að tryggja uppbyggingu, viðhald og endurheimt á liðum, vöðvum og húð, og til að fyrirbyggja verki,“ segir Elísa.
Sjálf tekur Elísa kollagenið inn sem forvörn.
„Rannsóknir sýna góðan ávinning kollagens fyrir liði líkamans og þar sem ég hef glímt við hnévandamál vil ég sérstaklega einbeita mér að því, sem og ökklaliðum og mjaðmaliðum sem reynir mikið á í fótboltanum. Það er mikilvægt að hafa þetta í lagi, og ekki síður góða beinheilsu, en við höfum vísbendingar um að kollagen hafi góð áhrif á beinþéttni, ásamt því að styrkja hár, neglur og húð.“ Elísa segist einnig finna fyrir aukinni vellíðan í skrokknum eftir að hún byrjaði að taka inn Feel Iceland kollagen.
„Ég er almennt mjög hraust og heilbrigð og þar kemur til næringarrík og heilnæm fæða en einnig það að taka inn kollagen á hverjum degi. Ég set kollagenið út í morgunkaffibollann alla daga og tek um leið inn fæðubótarefnið Joint Rewind frá Feel Iceland, sem er sérhönnuð vara fyrir liðina. Mér líður mjög vel í hnjánum og hef enga verki í liðamótum. Ég hefði sannarlega viljað vita af þessari vöru þegar ég sleit krossböndin og er sannfærð um að kollagenið hefði gert mér gott í þeim bata, rétt eins og við höfum séð að kollagen getur hjálpað til við gróanda á trosnuðum hásinum.“
Í 100 gramma dunki af Feel Iceland kollageni eru 9,4 grömm af prótíni.
„Það gefur okkur mikið prótín í einum skammti og er frábær nýting,“ segir Elísa. Í landsliðinu eru leikmenn af og til teknir í lyfjapróf og þá er mikilvægt að varan innihaldi eingöngu innihaldsefnin í innihaldslýsingunni, en mér finnst einmitt mikill kostur að Feel Iceland kollagen er hrein, íslensk náttúruafurð, unnin úr íslensku þorskroði,“ greinir Elísa frá.
Rannsóknir sem styrkja virkni kollagens fyrir liði:
Liðverkir minnka og bættur hreyfanleiki liðamóta