Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og hráfæðiskokkur hefur hjálpað fjöldamörgum með mataræði sitt og hafa námskeiðin hennar notið mikilla vinsælda.
Júlía deilir hér með okkur uppáhalds morgunverðinum sínum sem er kókosjógúrt með mangó, granóla og ferskri myntu. Það að auki notar Júlía alltaf kollagen sem hún segir að sé algjör nauðsyn.
„Eftir 25 ára aldurinn minnkar náttúruleg framleiðsla líkamans á kollageni um 1% á ári en kollagen er eitt af þeim efnasamböndum sem eru húðinni mikilvægust. Með því að taka inn kollagenduft erum við að örva aðra framleiðslu líkamans á próteini sem hjálpar til við að viðhalda uppbyggingu vefja líkamans. Kollagenið er því talið hjálpa við að hægja á öldrun húðar, styðja við meltingu, hjálpa liðum ásamt því að hafa jákvæð áhrif á hárvöxt,“ segir Júlía en hún segist dugleg að setja það út í allskonar mat.
„Mér finnst lykilatriði að morgunmatur sé fljótlegur, nærandi og gefur góða orku í daginn og þessi uppskrift gerir akkúrat það fyrir mig. Ég byrjaði að bæta við kollagen duftinu út í jógúrtið og finn meiri fyllingu og að ég sé saddari lengur en í einum skammti af kollagen dufti frá Feel Iceland eru 9 g af próteini. Aukalega í uppskriftinni er prótein frá hnetum, fræjum, höfrum sem eru í granola-inu ásamt chia fræjum.
Júlía segist nota íslenska kollagenið frá Feel Iceland en það sé þægilegt að blanda því saman við jógúrt, búst eða sjeik án þess að taka eftir því. Svo má líka baka úr því og setja duftið í smáköku eða hráköku-baksturinn.